Fjölskyldan mínus Smábátur fór í dag og kaus. Í ráðhúsinu. Það er kalt úti en samt eru allir þar. Mæli engan veginn með því að reyna að vera á bíl í bænum í dag. Eða einu sinni með barnavagn. Ég er þunn, Rannsóknarskip er þreyttur eftir að hafa vaknað með Freigátunni eldsnemma í morgun. Þau eru að leggja sig.
Ég er að huxa um að setja allra fyrstu þættina af Friends í DVD-arann og gera slíkt hið sama.
Best að byrja bara aftur á þessum degi.
En gaman var í pottinum hjá henni Hrefnu í Bingópartíinu í gær.
Takk fyrir skemmtunina, allir þar.
12.5.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég hef smá áhyggjur af drykkju yðar
Skylda hvers Verðlaunaskálds er vissulega að vera drykkfellt úr hófi fram! Skál!
Verður þá ekki risapartý eftir sýninguna í Þjóðleikhúsinu?
Ég er allavega strax búin að panta frí í vinnunni daginn eftir...
Skrifa ummæli