17.7.07

Allir geraða!

Þetta árið virðast litlu systur minnar kynslóðar ætla að sjá um barneignirnar, en litlu systur Heiðu og Berglindar ætla að fjölga sér með haustinu. (Ekki mín, til að fyrirbyggja allan misskilning.) En næsta ár ætlar eldri kynslóðin að hrista af sér slyrðuorðið og taka þetta með trukki. Siggadís og Einsi hafa opinberað væntanlega fjölgun í janúarlok, eftir margra ára pásu beggja vegna. Fyrir vissi ég um ein hjón, á okkar aldraða reki, sem ég þekki í Montpellier.

Svona byrjar aldrei án þess að komi skriða.
Best að fylgjast grannt með bloggum næstu mánuði.

Og best að halda áfram í handritasafninu með H.

1 ummæli:

Siggadis sagði...

Grrr... ég er svo uppfull af allskonar allskonar að ég er barasta að springa... en maður má ekki segja neitt strax... tala við þig þegar ég kem að utan!