19.7.07

Hversdegirnir

Hef alveg steingleymt að monta mig af líkamsræktinni ógurlegu, undanfarið. En eftir hlé vegna einstæðni og utanlandsferðar í júní er ég aftur farin að fara þrisvar í viku eins og ekkert c! Og það eru liðnir alveg... margir mánuðir síðan ég byrjaði á þessu og botninn virðist bara ekkert ætla að detta úr. Þokkalega kúl.

Hjóltíkin hefur hins vegar fengið að vera mest inni í sumar. Góði hjólastígurinn meðfram sjónum er enn lokaður vegna helv... tónlistarhúsbyggingarinnar, og án hans er leiðin í vinnuna óskaplega upp á við. Ekki það að ég hafi ekki alveg gott af því. En samstarfsfólk og viðskiptavinir hafa ekkert til saka unnið svo ég reyni að skilja svitalyktina eftir heima. Huxa mér hins vegar gott til hjólarinnar þegar ég byrja í skólanum. Nokkurn veginn slétt þangað.

Í blöðunum í morgun las ég að nú eru vítleysingarnir farnir að leka lokasíðunum úr Harry Potter á netið. Mér finnst það nú eiginlega alveg að byrja á öfugum enda. En ég myndi alveg lesa fyrstu blaðsíðurnar ef ég kæmist í þær. Rannsóknarskip ætlar kannski að kaupa HP7 handa mér á Akureyri um helgina, svo ég þegi á meðan hann fer í golf. Á morgun förum við þangað. Svo kem ég líklega heim á undan þeim feðginum. Ég þarf að vinna en þeim liggur ekkert á.

Ótrúlega mörg leikrit byrja á H. En næstum engin á I.

3 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Mér finnst nú að Varríus megi alveg endurbirta úrval af dauðdögum Dumbledores frá því um árið.

Sigga Lára sagði...

Við gætum líka gert því skóna að Harry deyi... eða ekki, og gert nokkrar útgáfur af því. ;-)

Gummi Erlings sagði...

Já, eða gert nokkrar útgáfur af endinum sem fékk höfundinn til að gráta. Sem kannski eða kannski ekki fól í sér dauða Harrys