16.7.07

Hálfvitaplögg vesturum

Rak augun í að þann 20. júlí munu Hinir Ljótu Hálfvitar spila í félaxheimilinu á Patrexfirði. Skora á stórfjölskylduna mína þeim megin að drífa sig og sína, alla sem eina, þar sem á ferðinni er hreint stórkostleg stórsveit sem mér segir svo hugur um að ættingjar mínir westra, og þeirra fylgdarlið, hefðu mikið gaman af.

Nú eru þeir búnir að gefa út disk. Sem ég hef nú svo sem ekki mikið verið að plögga, þar sem ég ætla helst að geta brúkað hann í jólagjafir til þeirra sem ekki eru innstu koppar í búri. En ég er búin að eignast hann og hlýða á með mikilli innlifun. Og Freigátan fór mikinn í dansi og heddbangi.

Nú hafa örlög mín lenngi verið að vera jafnan stödd einhvers staðar annars staðar á landinu en Hálfvitarnir ljótu, og sýnist mér á prógramminu þeirra að svo ætli áfram að verða enn um sinn. En þá er nú ljómandi gott að eiga diskinn góða og geta spilað hann sungið með, svona á meðan maður blússar um þjóðvegina, ævinlega í öfuga átt við hina Hálvísku Hljómsveitarútu.

Svo vona ég bara að þeir haldi áfram, sem lengst og mest. Ekki síður í útgáfustarfseminni en tónleikahaldi. Því auk þess að semja eins og brálæðingar, lag á dag, liggur við að manni sýnist, veit ég til þess að eitthvað af þeim á um 20 ára birgðir af uppsöfnuðu efni sem minnst hefur ratað í hljóðritanir.

Nennið þið Vitar!

Engin ummæli: