16.7.07

Dandalaveður

Mikil ógurleg svakablíða er búin að vera, og er enn, hér á suðvesturhorninu. Nei, þetta hljómar nottla bara eins og lygi. Svo hélt ég að hún ætlaði að fylgja okkur norður um næstu helgi, en þá er bara spáð rigningu bæði þar og hér. Þetta hlýtur nú bara að vera einhver della.

Fórum á rúntinn um Snæfellsnesið á laugardaginn. Það var svaka gaman, æðislegt veður, en næst tökum við með okkur tjald og eina viku, eða svo.

Rannsóknarskip og Freigáta hafa huxað sér til sunds núna fyrir hádegið, en hér sit ég og bakast í vinnunni, en er reyndar alveg megadugleg. Er að verða búin að skrá öll ný og nýfundin handrit í safnið. (Nema helv... einþáttungana. Djö... Hugleikur... sá bunki er alltaf eitthvað svo... blekkjandi...) Sé samt fram á að geta huxanlega komist langt með allsherjaryfirferð mína um hillur og skráningar handritasafns áður en Ármennið mætir til leix.

Það væri nú skemmtó.

Engin ummæli: