Þá er Freigátan byrjuð í aðlögun á leikskólanum sínum. Hún grenjaði svolítið í byrjun, en það var nú bara vegna þess að við þurftum að fara framhjá róluvellinum og inn. Um leið og inn var komið og hún sá hina krakkana og dótið, gleymdi hún tilvist móður sinnar sem fékk bara að dunda sér við að fylla út allskyns eyðublöð í ró og næði. Svo var farið út á hinn langþráða róló með öllu liðinu og það var nú bara stuð. Í dag var bara klukkutími. Á morgun verða tveir og Móðurskipið lætur sig hverfa í hálftíma af þeim, sem verður brúkað í mæðraskoðun.
Að öðru leyti er búið að þvo þrjár þvottavélar, kaupa inn til hálfs vetrarins, pakka upp úr megninu af töskunum og haga sér á allan hátt húslega. Þá er bara eftir að elda kvöldmatinn og ilja inniskóna húsbóndans áður en hann kemur þreyttur heim úr vinnunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta var sú lúnknasta vísvitandi ypsílonvilla sem ég hef séð. Eða ekki.
Skrifa ummæli