Fyrsta leikskólaflensan var ekki lengi að finna okkur. Freigátan er með 40 stiga hita og hor, og svo gubbaði hún áðan út um allt, svona til að leggja áherslu á ástandið. Hún svaf illa í nótt og ekkert í dag, fyrr en núna, svo húsmóðurskipið er orðið heldur en ekki hálfgeðveikt á horþrifum og gubbuskúringum. En Herskipið Freigáta er nú ekki vön að vera lengi í slipp svo við búumst við skánandi ástandi strax á morgun.
Mikið er maður annars heppinn að eiga börn sem eru næstum aldrei veik. Þetta gæti nú alveg örugglega orðið þreytandi til lengdar.
29.8.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
7-9-13 og bankað í .... íbenholt.
nei, formæka!
Skrifa ummæli