27.9.07

Erlendur starfsmaður

tók við dóttur minni, hágrenjandi með eiturgrænt hor niður á höku, þegar ég kom með hana í leikskólann í dag. Þessi dýrðarmanneskja ætla að hugsa um Freigátuna, snýta, hugga, skemmta, leika við, fæða, klæða og skipta á, í allan dag. Á sjálfboðalaunum leikskólastarfsmanna.

Í staðinn mætti barnið alveg læra ekkert nema óskilgreinda útlensku á leikskólanum, mín vegna.
Ég kenni henni þá bara íslensku þegar hún kemur heim.
Ef það borgar sig þá eitthvað að vera að læra hana.
(Kannske óverdósaði ég aðeins á andþjóðernisstefnulega áróðrinum í hagýtunni í gær.)

Annars, Rannsóknarskip hefur verið dæmdur vanhæfur til atvinnulífs fram yfir helgi. Ég er sjálf með hausverk dauðans og stíflur í ætt við þær á Káranjúkum. Eftir leikskólann ætlum við Freigáta nú samt í Kringluna með Ömmu-Freigátu, svo það er nú víst betra að reyna að ná heilsu. Ætla að fara í bað og leggja mig áður en ég fer að læra eitthvað.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið óskaplega hef ég alltaf gaman af því að lesa bloggið þitt. Knús og kram - Habbý

Nafnlaus sagði...

Hei! Habbý! Ég týndi einmitt slóðinni að barnablogginu þínu, í einhverjum tölvuskiptunum mínum. En man ennþá lykilorðið. Geturðu nokkuð sent mér það aftur í meili (siggla04@gmail.is) eða kommenti, ef þú ert enn að starfrækja það?

Hef ekkert getað fylgst með eldfjallaflórunni þinni í langan tíma.