24.9.07

Meira hor

Ný vika, ný veiki. Hvorki Freigáta né Rannsóknarskip fóru í skólana sína í dag. (Reyndar ekki Smábátur heldur, en það er af náttúrulegum orsökum, starfsdagur í hans skóla.) Ég Huxa að helmingur flotans verði aftur heima á morgun, en vonandi text mér að gera eitthvað af heimavinnunni og druslast í þýðingafræðina. Er annars líka hundslöpp.

Tóxt þó að gera mig út af örkinni áðan og versla í Krónunni fyrir tíuþúsund kall. Aðallega vítamín. Nú skal troðið í liðið allskonar fyrirbyggjandi galdrameðulum, lýsi og C. Svo fara Smábátur og Rannsóknarskip í flensusprautur sem endanær og vonandi þurfum við ekki að nenna þessu neitt mjög oft lengur.

Annars var laugardagurinn ljómandi. Maraþonworkshop í þýðingarfræði þar sem ég er að þýða hið merka verk "A Number" eftir Caryll Churchill, sem skrifaði Cloud Nine, Top Girls og fleira. Það er nú heldur en ekki trikkí, sem er spennandi. Mér kom mest á óvart hvað mönnum þótti ég huguð að ætla að þýða leikrit. Mér fannst það nú bara liggja svo þráðbeint við...

Freigátan hoppar hér og skoppar og er ekkert að vera kjur. Mér finnst hún nú vera orðin óttalega horuð og föl eftir öll þessi veikindi, en vona að hún nái sér nú, og vona að það verði fyrr en næsta sumar. Ofurlítil Duggan sparkar og sparkar, og er öll einhvern veginn raunverulegri eftir að við fengum að sjá hana. En spörkin eru nú ekkert farin að finnast "í gegn" svo Rannsóknarskip verður að bíða eftir að finna svoleiðis, enn um sinn. Annars fékk hann þvílíka opinberun við sónarinn að ég hef hann grunaðan um að hafa haldið að ég væri bara svona feit.

Best að gefa Freigátunni einhver galdralyf svo hún verði orðin leixkólafær á miðvikudag.

5 ummæli:

Magnús sagði...

Ég er illa svikinn ef þú ferð ekki fljótlega að skrifa leikrit sem heitir Hor.

Spunkhildur sagði...

Ég vona að ykkur batnist öllum fljótlega. Það er skelfilegt að vera öllum stundum lasinn og aumingjalegur. Eða eins og blogger kallar það í dag:
kqbtrgpc

Það hlýtur að vera hræðilegur flensustofn :)

Spunkhildur sagði...

Sá næsti varð samt fyndnari

limuyb

Pant ekki deita gaur með það...

Berglind Rós sagði...

Oh þetta er svo óskemmtilegt tímabil. En svo skánar þetta nú með hverjum vetri. Vona að þið komist fljótlega í skólana ykkar aftur.

Sigga Lára sagði...

Ég kemst reyndar alltaf í minn, enn sem komið er. Meðan svo skemmtilega vill til að Freigátan sér alltaf til þess að faðir hennar smitist meira en ég, og þurfi alltaf að vera heima að minnsta kosti jafnlengi og hún...
En það er víst betra að nýta tímann vel hvern klukkutíma sem maður er sæmilega uppistandandi.