29.9.07

Saltfiskur

Fyrir nokkrum árum fór Gunnar Björn ofan í kjallara og varð vítlaus. Í gær vaknaði Gísli Örn allur á hliðinni.
Já, Hamskiptin eftir Kafka eru oft sett upp. Hvers vegna? Tja, í hvert sinn sem ég sé þau detta mér alltaf í hug nokkrar leiðir í viðbót til þess. Kannski er það þess vegna.

Hittti annars Huldu Sónar Hákonardóttur í leikhúsinu í gær og hún minnti mig á að hún hefði verið svo spáglögg að vera búin að spá fyrir um ásettan fæðingardag Ofurlitlu Duggunnar. Og er enn sannfærð um að barnið brjótist út úr sjálfri mér á þeim degi, þeim 8. febrúars. (Sjálfri finnst mér ágætt að hafa í huga að daginn 23. febrúar. Daginn eftir gangsetningardag.)

Búin að eyða mestu af deginum uppi á útvarpi að hlusta á tvo spekinga leiða Menningarogfræðaíútvarpi bekkinn minn í allan sannleikann um þáttagerð að hætti Rásar 1. Það tók rúma 3 tíma og gerði það að verkum að ég missti af næstum öllu Orð skulu standa.

Þegar heim kom var Rannsóknarskip búinn að gera alþrif á heimilinu. Í staðinn fékk hann að fara og horfa á fótbolta úti í bæ.

Það verður saltfiskur í kvöldmatinn. Það er svo laugardaxlegt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Varð auðvitað ákaflega ánægð með að hátæknilegur sónar úti í bæ skyldi komast að sömu niðurstöðu og vísindakonan í mér hafði sjálf komist að í sumar, næstum áður en þú varðst ólétt - en svo allrar sanngirni og heiðarleika sé gætt þá viðurkennist hér með að spádómsgáfa mín var í þessu tilviki aðallega að sökka fyrir feitri dagsetningu.

Sigga Lára sagði...

Já. Ég var nú ekki einu sinni búin að pæla í því... Gott ef Siggi var ekki búinn að orða það eitthvað líka.