25.9.07

Masó

Mig rámar í að einu sinni hafi maður stundum ekki mætt í tíma, bara af því að maður, til dæmis, nennti ekki að vakna. Eða nennti ekki að fara út í vonda veðrið (og ferðast alla leið frá stúdentagörðunum í aðalbygginguna.) Nú er öldin svo gjörsamlega allt önnur. Maður djöflast í tíma án þess að sjá né heyra fyrir hausverk og horleifum. Tilhuxunin um að skrópa í tíma rænir mig bóxtaflega lífslönguninni og vekur mér endalausa skelfingu um að missa af einhverju svo gífurlega mikilvægu að minn akademíski ferill eigi sér aldregi von til viðreisnar. (En þetta er reglulega kjánalegur huxunarháttur að hafa, sérstaklega núna á síðustu tímum tæknialdar þegar upptökur og glærur úr fyrirlestrunum eru aðgengilegar á alnetinu um 5 mínútum eftir að tíma lýkur og æ síðar. Svo fátt væri hægara og huggulegra að gera en að glugga í þetta í hægindum heimilis síns, með tebolla og teppi. Rugl í manni. Í staðinn pínir maður sig í skítkaldri skólastofu, skilur ekkert annað en að horið vill út um öll líkamsop og er illt á bak við augun.)

Hvenær í veröldinni varð eiginlega þessi umsnúningur í akademískum huxunarhætti?

Og hvaðan kemur þessi endalausi bloggandi sem svífur alltaf yfir mér í skólanum?
Huxanlega frá því að ég þarf ekki lengur að æða út að reykja í öllum pásum? (Úff, hvað kvefið mitt fékk mikinn hroll við tilhuxunina. Í gamla daga hefði það nú samt ekki stoppað mann. Þokkalega hefði maður heldur hlaupið út og reykt sér endanlega til óbóta.)

Allavega. Auk blox er ég búin að vera að skemmta mér við að taka saman hvenær ég á að skila hverju á þessari önn. Það er nú margt, og sumt er frekar bráðum. Niðurstaðan er sú að það mega hreinlega ekki koma fleiri flensur!
Til dæmis þarf ég að lesa 30 blaðsíðna grein, geta rætt hana af einhverju viti í fyrramálið og reyna að berja saman eitt verkefni úr henni, ekki seinna en annað kvöld. (Meika alls ekki að lesa aðra grein og á að gera verkefni úr "einhverri" grein fyrir annað námskeið. Bara rétt eins fokkíng gott að ég finni eitthvað sem hægt er að kalla fræðilega fullyrðingu sem reynt er að rökstyðja með dæmi. Betra ef það er illa gert.)

Og ég mun skrópa í einn tíma á morgun. Það verður ekki hjá því komist. Spurning hvort maður þarf róandi.

Freigátan fær að fara á leixkólann á morgun. Enda er hún hitalaus í dag og komin með brjálaða innilokunarkennd. Og mikið ógurlega hlakka ég til að baða hana í kvöld! Börn sem eru lengi með hor og hita, svitna líkamsþingd sinni í hvert sinn sem þau sofna og losa sig við annað eins í horformi þegar þau vaka, verða minna frýnileg með hverjum deginum sem líður. Sama hvað maður er mikið með þvottapokann á lofti.

Ég trúi þessu ekki. Helv... þýðingafræðin ætlar framyfir tímann.
Ég sem verð að komast í apótek!
Rannsóknarskip er enn lasið og fær líklegast ekki að fara í skólann sinn á morgun. En til að hann hlýði því þarf að dópa hann. Hann er svo brjálað samviskusamur kennari að hann er að fara yfirum úr áhyggjum og finnst hann standa sig geðveikt illa að vera svona veikur. (Ég hef minni áhyggjur... hef séð launaseðilinn hans.)

Engin ummæli: