4.9.07

Þetta var nú óvænt

Ég var eiginlega búin að undirbúa mig undir að verða einhversstaðar í kringum langömmualdurinn miðað við krakkana í bekknum mínum. Og væri huxanlega afar slæmt fordæmi fyrir allar saklausu yngismeyjarnar að vera þarna bandólétt.
En ég er í yngri kantinum og er ekki einu sinni óléttust í bekknum!
Snilld.

En enginn veit alminilega hvað ritstjórnarnemar eiga að gera í þýðingafræði. Ætli við byrjum ekki bara á að ritstýra því...

Og eitt enn. Er Helgi Róbert Jesús?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski Helgi Róbert sé Jésús eftir allt saman. Í auglýsingu símans hins vegar sýnist mér Björn Hlynur vera í hlutverkinu.

Varríus sagði...

Björn Hlynur að leika Helga Róbert? Það hljómar öfugsnúið.

Nafnlaus sagði...

Helgi Róbert hefur mér alltaf fundist meira út í Jóhannes skírara.