6.9.07

Stolt

Freigátan var strax aftur eins og heima hjá sér á leixkólanum. Svo mjög að Móðurskipinu var hent út eftir örskamma stund og sagt að koma aftur um hádegi. Það var nú svolítið erfitt. Hefði eiginlega þurft aðeins meiri aðlögun. Fyrir Móðurskipið. Freigátunni var alveg sama um brotthvarf móðurinnar og var ein og óstudd í leikskólanum fram yfir mat. Á meðan átti Móðurskipið frekar bágt með sig, og var um hádegi búin að öllu sem hún átti að gera fyrir áramót. Ég var búin að hlakka svo til að sjá hvernig henni gengi á leikskólanum. En var einhvern veginn ekkert búin að reikna út að ef gengi vel myndi ég auðvitað ekkert "sjá" það. En ekki skal ég halda því frama að ég hafi öfundað mömmurnar sem þurftu að skilja greyin eftir háskælandi. Þegar ég fór sagði Freigátan: "Já, bæ." Og hélt síðan áfram að segja stelpunni sem hún var að leika við að plastdýrið sem þær væru að leika sér með væri óumdeilanlega api. En svo var auðvitað mikil gleði þegar Móðurskipið birtist aftur, með öndina í hálsinum.

Á morgun ætlar Freigátan síðan að vera algjörlega móðurlaus í leixkólanum alveg fram yfir hvíld. Þá skil ég hana eftir í enn fleiri klukkutíma. Eins gott að vera búinn að finna sér slatta af verkefnum.

En hrós daxins fær hann Tóró af því að það er svo ljómandi að vera með honum í húsráði Hugleix. Kom á Eyjarslóðina í gær og þá var svona líka ljómandi búið að taka til. Og ég vissi ekki einu sinni af því! Ég sé að það verður ekki mikið mál að vera hinn helmingurinn af þessu húsráði.

Engin ummæli: