er erfitt að þegja í heilan dag. Allavega fyrir mig. Ég þurfti að einangra mig inni í herbergi til að deyja ekki úr pirru yfir að geta ekki gefið mínar venjulegu fyrirskipanir í heimilislífinu. Við Freigáta erum að glíma við, vonandi, lokaþátt þessarar spennandi flensu, ógeðsígerð í hálsi. Ég er farin að halda að við höfum fengið hálsvírusinn hennar Báru, án þess að hafa nokkuð hitt hana á meðan hún var með hann, en hún gæti kannski hafa skilið eftir afleggjara á Egilsstöðum. Ég er allavega farin að taka pínu íbúfen, af því að henni var sagt að gera það viððessu. En það má víst bara vera pínu þar sem Ofurlítil Duggan hefur víst ekki mjög gott af því. Fáránlegur hönnunargalli að við óléttu skuli ónæmiskerfið slökkva á sér þannig að að verða fyrir flensu verði svipuð reynsla og að verða fyrir flugvél. Og á sama tíma og maður væri til í að sturta í sig heilu apótekunum inn um öll líkamsop til að líða skár, má það auðvitað ekki.
Rannsóknarskip heldur að hann sé að sleppast. En hann er í ástandi til að grípa til ráðstafana eins og að fara í sjóðbrennandi heitt bað með baneitrað skoskt eðalviskí með sér. Og á milli þess sem ég hef verið að hella andhóstunardópi í Freigátuna svo hún geti sofið, varð þýska sunnudaxmyndin í sjónvarpinu bara nokkuð áhugaverð... Nei nú er ég búin að éta yfir mig á íbúfeninu.
2.9.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli