Okkur reyndist ekki vera að batna, heldur versna. Freigátan gubbaði út um allt í gærkvöldi og enginn svaf mikið í nótt. Ég er með hálsbólgu dauðans og það heyrist ekki neitt í mér, auk grænasta og þykkasta hors sem ég hef nokkurn tíma upplifað.
Ég sé ekki að neinn af þessu heimili sé að fara í aðlögun á leixkólann á morgun og líklega verður Smábáti og félögum úthýst, einn dag enn. (Enda, ef það verður sól og gott veður finnst þeim lítið fútt í að vera hér. Ég hendi þeim alltaf út í góða veðrið með harðri hendi. Eins og ég þoldi ekki þegar var gert við mig þegar ég var á þeirra aldri.)
Semsagt, dauði og drepsóttir. En einhvern veginn þurfum við Freigáta að reyna að verða sjálfbjarga fyrir morgundaginn.
2.9.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Oj barasta >:-( Finn innilega til með ykkur og vona að ykkur heilsist fljótt.
Skrifa ummæli