25.10.07

Dugggn

Í gærkvöldi fór ég að grenja af því að ég myndi aldrei ná í skottið á skólavinnunni og heimilshroðanum.

Í morgun fórum við Freigáta til læknis. Í ljós kom að ég hafði engan kokk. Ákveðið var að sjá aðeins til hvort hennar er ekki á undanhaldi, enda var hún oggulítið skárri, með 39 stiga hita og minna flekkótt. En hún er með einhverja smá eyrnabólgu öðrumegin og líklega einhvern vírus ofan á streptókokkunum. Svo við erum bara pollrólegar.

Svo gerði hún mér þann greiða að vera hin þægasta í morgun og sofa svo lengi þannig að ég gat lært heilan haug. Þegar hún vaknaði var hún nánast hitalaus. Í gleði minni skúraði ég alla íbúðina og fyrir liggur að ganga frá öllum þvottinum. Eftir eitt verkefni er ég síðan búin að ná í rassinn á sjálfri mér í skólamálum, þarf reyndar að klára þýðingu og þýðingaskýringar um helgina. Og þá er bara... ekki nærri allt búið, en þó nokkurn veginn komið á áætlun.

Svo þá þarf ég ekkert að fara að grenja í kvöld.
Enda er gott í sjónvarpinu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ljúfan mín, ætlaði bara að senda ykkur eitt stórt knús eða tvö eða þrjú...les alltaf en er ótrúlega óduglega að kvitta:-)Vona að kokkarnir fari að kveðja ykkur og láti þessa fallegu famelíu vera í nokkur ár amk. Til hamingju með að vera búin að skúra og ná í skottið á verkefnahlaðanum,- mátt taka mína hlaða næst! Knús og kram í bæinn þinn