Núna áðan var ég rétt búin að kyssa barnalækni.
Fór með Freigátuna á barnalæknavaktina. Með hálfgerðri fýlu. Hélt ég fengi bara þetta týpíska, halda áfram að gefa henni stíla, passa að hún drekki, og bíða svo í hálfan mánuð eftir að hún jafni sig eftir læknisferðina en fór eiginlega til að friða Rannsóknarskipið sem sótti fast að ég léti líta á fárveiku einkadótturina.
Ynnndislegi læknirinn gerði á henni streptókokkapróf, og þá var hún með.
Sjaldan hefur nokkur kokkur glatt mig meira.
Ég skýrði frá heilsufari eiginmannsins, læknirinn sagði mér að senda hann til læknis en vera ekkert að kyssa hann.
Pensilínið er komið í hús og að öllu eðlilegu ætti hún að vera orðin fílhraust eftir tvo til þrjá daga. Í gleði minni snaraði ég fram herramannsmáltíð að hætti Indverja. Að því loknu spratt Rannsóknarskipið upp af sóttarsæng og er nú farinn á læknavaktina að fá, vonandi, sömu sjúkdómsgreiningu og batahorfur og Freigátan.
Hún mældist hins vegar uððitað með tæplega 40 stiga hita eftir útstáelsið og er sofnuð... eða allavega meðvitundarlaus.
En hefur þegar innbyrt fyrsta skammt ævi sinnar af pensilíni og má vænta aukinni vellíðan strax á morgun.
Í flotastöðinni ríkir því mikil gleði hjá þeim sem heilsu hafa til að vera með slíkt.
Nú er ég farin að klára að læra heima fyrir morgundaginn.
23.10.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Síðust færslur hér hvar segir frá drepsóttum og örðum kenjum kokkanna eru svo drepskemmtilegar að sjálfur góði dátinn hefði verið fullsæmdur af :)
Þakka pent.
Vildi óska að fjárans útvarpsþáttargreiningin sem ég er að reyna að berja saman væri haldin sömu drepskemmtilegheitum.
Er búin að endurtaka sjálfa mig frá upphafi til enda minnst fimm sinnum, en vantar enn um sjöhundruð orð uppá það sem hún Ólína vill fá.
Upp er að taka sig gamalt mein úr fyrri námum.
Ég bara hreinlega veit ekki fleira!
Það hlaut að vera! Eins og fólk verður fárveikt af þessu þá er það góða við streptókokkana að pensillínið svínvirkar á þá (langoftast alla vega). Ég spái því að heimilisfólk verði orðið eldhresst í síðasta lagi um kvöldmat á morgun.
Ohhh... sjúkrunarkonukveðjur í kotið... Streptókokkarnir eru bara ógeð... mikið hefur henni liðið illa, litla kroppnum :/
þessir fjárans kokkar!!! Hér lágu 2 skæruliðar um daginn gersamlega bakk af þessu helvíti og ég þakka bara fyrir að ég slapp sjálf!
Batakveðjur héðan frá langtíburtistan :o)
Skrifa ummæli