Móðurskipið þrumaði uppá stól, eins og hverönnur kanna, og náði í aðventuljósin og -kransinn upp í efriskáp. Svo skelltum við aðventuljósunum upp í glugga, kveiktum á þeim og ulluðum bara á dagatalið, þó það sé tæknilega séð 2 dögum of snemmt, og dunduðum okkur svo lengið við að kroppa gamla grenið utan af aðventukransinum.
Freigátan þreyttist nú reyndar fljótlega á þessu og þurfti að fá að liggja lengi í sófanum á eftir og horfa á Barbapapa. Hún er alveg fárlasin í dag.
Fjárfesti síðan í meira greni síðdegis og gerði þennan fína aðventukrans, sem ég nenni ekki að taka mynd af alveg strax.
Smábáturinn átti að fara norður um í dag, en vegna veðurs var þeirri för frestað til næstu helgar. Rannsóknarskip er á tónleikum og litla gubbustelpan er nokkurn veginn sofnuð, held ég, svo við Smábátur erum bara hér í rólegheitunum að borða mandarínur og horfa á aðventukransinn og Survivor.
Næslæf
2 ummæli:
Dugnaður er þetta. Ég ætla að láta Garðheima um að föndra aðventukransinn minn þetta árið (eins og stundum áður).
En það er ömurlegt að vera með gubbu, ég vona að Gyða haldi henni bara fyrir sig og aðrir fjölskyldumeðlimir sleppi.
Já, Blómaval gerir manni þetta nú heldur ekki auðvelt. Þar var ekki þverfótandi fyrir fyrirframtilbúnum krönsum, en að finna svona ómeðhöndlað greni kostaði talsverða leit.
Skrifa ummæli