26.11.07

Fyrsti M-dagurinn

var nú aldeilis ljómandi. Fór fyrst í meðgöngujóga og svo meðgöngusund. Skemmtilegt að vera alltaf að einhverju sem byrjar á "meðgöngu-" og hitta fleiri tonn af óléttum kellingum á einum degi. Reyndar held ég að geti verið að ég sofni yfir CSI NY, en það verður að hafa það.

Freigátan sló met á síðustu vikum, meikaði tvær vikur í röð án veikindadax í leikskólanum. En í dag var sigurgangan á enda. Hún var grunsamlega róleg þegar hún kom heim og var komin með bullandi hita um kvöldmat. Rannsóknarskip fór með hana á læknavaktina til að gá hvort þetta væri nokkuð eyrnabólga eða streptókokkar að gera endurkomu, en, nei, einhver splunkuný flensa varða heillin. Þó það hefði kannski verið þægilegt að geta látið Herra Pensillín um að redda öllusaman í bili, þá er ég nú frekar fegin að þetta er ekki upphafið af neinu krónísku eyrnabólguvandamáli. Hún sefur núna á sitt grænasta og Móðurskipið er dauðfegið að hafa afsökun til að skrópa í þýðingafræði á morgun. Hinn daginn ætlar Rannsóknarskip að vera feginn að skrópa á kennarafund.

Svo allir eru bara frekar fegnir.

Líka amma-Freigáta sem nær okkur þá örugglega heima þegar hún kemur í örstutta heimsókn á milli fundar og flux á morgun.

Engin ummæli: