27.11.07

Beztu börn í heimi

Smábátur hefur öðlast skilning (aðallega vegna þess að ég nöldraði því í hann með mest pirrandi uppeldisröddinni) að líf bandóléttrar húsmóður í námi er hreint enginn pikknikkur. Áðan, þegar hann var búinn að læra heima, algjörlega óumbeðinn, kom hann með pleimódótið sitt, (sem venjulega er haldið heilagt) og lék sér að því með litlu systur sinni í góðan klukkutíma. Á meðan gat ég bara sitið og prjónað, með lappirnar uppá.
Til minnis: 11 ára börnum getur verið ýmislegt til lista lagt. Og þeim (allavega mínu) finnst óstjórnlega skemmtilegt að hjálpa til. Sérstaklega ef hann finnur uppá því sjálfur. Smábátur er fyrirmyndarbarn vikunnar, gott ef ekki bara mánaðarins fyrir þetta framtak.

Sérstaklega þar sem við Freigátan erum búnar að vera heima í dag, hún var frekar slöpp en ekkert mjög lasin. Og Rannsóknarskip var í skólanum sínum í allan dag og verður langt fram á kvöld vegna bekkjarkvölds í bekknum hans.

Móðurskipið er því frekar uppgefið enda þreytir það fátt meira en fúll tæm húsmæðrun.

En nú eru ormarnir komnir ú rí og best að horfa á eitthvað af Rendell-safninu sem Rannsóknarskip kom með færandi hendi úr síustu Nexus-ferð.
Sem sýnir nokkuð góða fyrirhyggju af hans hálfu þar sem hann verður mikið úti á galeiðunni á næstunni og sú feita nennir sjaldnast með.
En á morgun er M-dagur. Ætla að reyna að ná bæði M-Jóga og M-sundi í gatinu sem myndast hefur á miðvikudögum, áður en ég brenni í síðasta tímann af Ritstjírn og hræðilegum skrifum. Allt að klárast.

Og þessa færslu myndskreyti ég með myndum af englabörnunum og hjónakornunum.

1 ummæli:

Siggadis sagði...

Ohhh... gaman að sjá myndir af fallegu fjölskyldunni :-)