En þessi jákvæðni gengur nú ekki, þegar maður ætlar að barma sér.
Nei, ég lýg. Hef það fínt. Freigátan er á leikskólanum. Rannsóknarskip lufsaðist í vinnuna, meira af vilja en mætti held ég reyndar, en hann ætlaði að þræla nemendum sínum svo rækilega úr í þessari síðustu kennsluviku fyrir jól að hann gat ekki látið reka lengur á reiðanum.
Ég sit bara í rúminu, með fötu, og skrifa ritgerð um menningarspeglun. Sem er nú alveg gubbuefni útaf fyrir sig. En sýnist ég alveg vera að koma slatta í verk. Jájá.
Afsakið mig meðan ég æli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli