Móðurskipið hellti sér í rannsóknarvinnu fyrir ritgerðina sem á að skila á fimmtudaginn og nú sýnist mér lítið eftir annað en að skrifa fyrirbærið. Þrír dagar til þess, og það ætti að sleppa, ef ekkert hræðilega óvænt kemur uppá. Fór líka í meðgöngujóga og -sund, og kom svo heim með færandi hendi með innkaup og Freigátum eftir viðkomu í bókhlöðunni, og er að huxa um að fá örlítið laggningarleyfi hjá hinu örlítið hressara Rannsóknarskipinu núna fram að kvöldmat.
Seinni tíma viðbót: Og hann Öngull er búinn að STELA jólunum!
Ef ég man rétt ætlar hann að senda FÓLIN til Jarðarinnar í staðinn!
Ef ég man rétt ætlar hann að senda FÓLIN til Jarðarinnar í staðinn!
Ég óttast það versta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli