5.12.07

Síðasta vígið


Og í dag liggur Smábátur. Hann kvartar reyndar ekkert yfir að fá frí í skólanum til að liggja í rúminu og leika sér í tölvunni og fá kók. Móðurskipið er hins vegar orðið alveg bráðhresst og ætlar aæ hafa M-dag eins og ekkert hafi í skorist.

Ein góð saga af Freigátunni sem ég ætlaði alltaf að segja:
Á sunnudaxmorguninn sat hún í fanginu á mér og var að horfa á barnatímann. Þá kom svaka karatespark frá Ofurlitlu Duggunni, beint í Freigátuna. Sú síðarnefnda hnyklaði brýrnar, renndi sér niður á gólf og skoðaði bumbuna vandlega.
Svo lamdi hún í þann stað sem henni fannst sparkið hafa komið úr.
Ég held að það sé strax komin einhver valdabarátta í gang.

Annars sparkar Duggan miklu meira, nú orðið, en Freigátan gerði nokkurn tímann. Ég hef á tilfinningunni að þetta barn sé með lengri lappir.

Svo var ég að frétta að nú má maður víst fæða í böðunum á Landspítalanum, en það var bannað síðast þegar ég fæddi þar. Í meðgöngujóga rignir yfir okkur voða fallegum fæðingarsögum og jóguðum fæðingarráðum með lavenderlykt og hugleiðslu. Enda læt ég mig mikið dreyma um hvað ég ætla nú að hafa þessa fæðingu ógurlega jógaða og ynnnndislega.

Rannsóknarskip tekur þessum draumórum mínum með mestu vantrú. Enda fékk hann ekkert morfín í síðustu fæðingu þannig að hún er honum sennilega í mun ferskara minni heldur en mér. Ef þörf krefur mæli ég með því að hann fái mænudeyfinguna í næstu fæðingu. Hún virkar hvortsemer ekkert á mig.

1 ummæli:

Hugrún sagði...

Ef fjölsyldan á Ránargötunni væri af kindastofni væri búið að skera niður allt fé á bænum.
Anyway, hvernig er með jólagjafalistann ykkar. Sendu mér hugmyndir á hugruns@kopavogur.is
er með einhverjar hugmyndir á Freygátu.