7.12.07

Jeij!

Það er jólaball hjá foreldrafélagi leikskóla Freigátunnar um helgina. Ég hlakka ógurlega til. Hún veit ekkert um það, líst örugglega ekkert á það og finnst sjálfsagt ekkert eins gaman og ég býst við að henni finnist.

Er annars bara að drepa tímann. Er að bíða eftir Smábátnum heim úr skólanum. Þegar hann kemur þaðan er planið að láta hann pakka niður og koma honum í flug norður á Akureyri. Hvar hann mun eyða helginni.

Í beinu framhaldi ætla ég svo að sækja Freigátuna á leikskólann og Rannsóknarskipið í vinnuna og fara heim með alltsaman. Og svo þarf örugglega að þaulskipuleggja þessi helgi. Ætli maður þurfi ekki að fara að reyna að ná einhverjum fleiri jólagjöfum á hús?
Kannski sérstaklega þeim sem gætu þá fengiðo far með Báru syss austur bílandi á mánudaginn? Það væri nú bara hreint óvitlaust...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jólaböll eru agaleg.
en hvað segir blogger dag?
uxagsdqe ..... er það orð?

Nafnlaus sagði...

Þetta var sumsé, YLFA