Fékk tilfelli af hreiðurgerð í dag (eftir að hafa sofið fram að hádegi) og áður en ég vissi af var ég búin að endurskipuleggja bæði skrifstofuna og svefnherbergið og breyta öllu þar og finna slatta af barnadóti í geymslunni sem var ekki búið að finna. (Nema ekki mjaltagræjurnar...) Að sjálfsögðu er kannski of mikið sagt að "ég" hafi gert alla þessa hluti, sem slík, en ég ákvað þá og Rannsóknarskip notaði kunnáttu sína frá "já elskan" námskeiðinu í gærkvöldi og gerði algjörlega allt sem ég vildi.
Og poggufötin eru komin í fæðingardeildartöskuna. Reyndar ekkert annað.
Eftir síðdegislaggningu fór ég á frumsýningu á Útsýni eftir Júlíu Hannam hjá Hugleik í Möguleikhúsinu.
Mæli alveg með henni.
Lenti meira að segja aðeins í frumsýningarpartí, alveg til ellefu!
En nú er líka kominn tími á tólf tíma napp.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli