15.4.08

Fávitinn

En ljóst er að Hraðbáturinn hefur gáfurnar ekki frá Móðurskipinu.

Var búin að sitja lengi og semja minn fyrsta söngtexta. Var harla ánægð með mér. Stundum söng önnur persónan, stundum hin, og stundum báðar saman. Mér fannst ég bara nokkuð lúnkin...

...þangað til ég áttaði mig á því að ég var að skrifa fyrir leikkonu með handbrúðu.
Er Halldóra Malin ekki örugglega tvírödduð?

5 ummæli:

GEN sagði...

Þetta reddast örugglega... :-)
Annars er ég hér:
http://laymil.blogspot.com/

Nafnlaus sagði...

hahaha... iss halldóra malín gerir bara eins og verðirnir í bretzelborg og flautar með öðru munnvikinu og hrópar með hinu.
En hvað ert'annars að skrifa? Og kussvugna fengum við ekki að fara til úhlanda með "listina"?
(hneyksl hneyksl)

oddur bjarni

Sigga Lára sagði...

Dómnefndind vildi víst endilega senda Bingó. (Issss...) En ég er nú að huxa um að fara þá bara með þeim í staðinn.

Sigga Lára sagði...

Já, og ég er að skrifa leikrit fyrir Frú Normu sem ég veit ekki ennþá alveg hvað heitir og á að sýna í sumar.

Varríus sagði...

Kannski ættirðu að senda Hmalin í læri til þessa gaurs:

http://www.youtube.com/watch?v=1uwOL4rB-go

Og þetta myndband bendir til að hann færi létt með að syngja dúett með sjálfum sér (ca á 48. sek):

http://www.youtube.com/watch?v=oQm_8vX3sYU&feature=related