Þannig hefst stjörnuspáin mín í mogganum í dag. Vel viðeigandi. Í dag er nefnilega leikritunardagur, eftir tvo ritgerðunardaga.
Og gengur vel. Í gærkvöldi var ég komin með svona rúmlega fjórðung, í lengd. Með betrumbótum morgunsins er ég komin í rúmlega þriðjung. Og í allan dag og á morgun ætla ég að keppast við og ljúga og ljúga.
Mér finnst lygin hljóma alveg ljómandi vel í dag. Allavega svona á tölvunni.
Við Hraðbátur ætlum samt að reyna að komast aðeins út seinnipartinn. Það er nefnilega kominn sunnanþeyr í stað norðangarrans. Kannski sé komið vor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli