23.4.08

Sijitt, maður

Var í mesta sakleysi að djöflast við að ná deddlæni í smá prófarkalestri þegar ég heyrði undarlega tónlist, miðað við þátt, úr viðtækinu. 

Huxaði: Hver er að spila Rangur maður í þessum þætti?

Fór fram til að gá hvort amma hans Umma væri kannski í viðtali
Fékk alvarlegt raunveruleikasjokk.

Þegar skólafélagar manns eru farnir að vera í viðtölum í Laufskálanum.
Þá er maður sko orðinn miðaldra!

Engin ummæli: