Í morgun skruppu Rannsóknarskip og Freigáta á bæi og urðum við Hraðbátur eftir í tiltektinni. Smábátur slapp þar sem hann er á Akureyrinni og var pískaður til að gljáfægja herbergið sitt áður en hann fór.
Eftir nokkra sópun datt mér í huga að sópa líka undan sjónvarpinu "og öllu því". Þegar það var alltsaman komið úr stað og búið að stinga undan datt mér í hug að gá hvernig sófinn færi hinumegin. Hann fór ágætlega þar. Skemmst frá að segja að nú snýr stofan öll hinsegin og er svo fín að ég tími ekki að fara út úr henni til að þrífa baðherbergið.
Ennfremur ætlar Rannsóknarskip að bæta um betur og elda lambalæri með "öllu" (sem heitir víst rauðkál og grænar baunir) í kvöldmatinn, handa fjölskyldunni, ömmunni og Huggu móðu. Og hann er einmitt að sigla heim úr búðinni núna.
Jæjah. Best að brúka lognið á meðan börnin sofa til að klára tiltektarþrifin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli