30.6.08

Óþelló á færeysku!

Var búin að gleyma að um daginn barst mér daxkráin af leiklistarhátíðinn sem ég er að fara á í Lettlandi í ágúst. Þar er ýmislegt sem vekur tilhlökkun... og annað ugg. 

Það sem verður sennilega ferðarinnar virði eitt og sér er færeysk sýning á Óþelló hinum sjeikspírska. Ójá. Skakspjót á færeysku. Það er einhvern veginn ekki hægt að klúðra því. 

Við fáum líka að sjá Fröken Júlíu hans Strindbergs á sænsku... Veit ekki alveg... Sjens á flottri sýningu þar, eða alveg rosalega góðum blundi. 

Danir og Norðmenn eiga til að mæta með einstaklega vondar og leiðinlegar sýningar á svona hátíðir. Í þetta sinn sýnast mér þeir ætla að toppa sjálfa sig, báðir með sýningar sem eru óljósar að uppruna og byggja á einhverjum óskilgreindum "spunum". Ég er ekkert yfirfull af bjartsýni.

Finnar eru með verk eftir Mark Ravenhill. Nokkuð spennandi... en nokkrar horfur á ógeði. Sem getur verið gaman ef almennilega er farið með það.

Litháar mæta vopnaðir Tjekoffi, Lettar eru með tvær sýningar, opnunarsýninguna og svo eina byggða á þjóðsögum, og Eistar eru með innlent. Til þessara sýninga geri ég himinháar kröfur og tek það sem persónulegri móðgun ef þær verða ekki allar frábærar.

Og svo er alltaf ein utansambands gestasýning. Í þetta sinn frá Þýskalandi. Vona bara að hún verði betri en belgíski hroðinn sem ég sá helminginn af á hátíðinni í Eistlandi 2004.

Og svo verða tveir morgnar af námskeiðum, skoðunarferð um Riga og einn gagnrýnimorgun. 

Þetta verður gríðarlega skemmtilegt og ég fer alveg að telja dagana. Á von á að koma til baka yfirkomin af andlegri og leiklistarlegri fullnægju og hella mér í leikritaskrif... sem minnir mig á það... ég þar að ganga frá nokkrum umsóknum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað gerir kona til að prógramm Riga hátíðarinnar berist til hennar? Ég var farin að efast um að hátíðin yrði haldin svo litlar upplýsingar hafa borist og var farin að velta fyrir mér hvað væri hægt að gera sér til dundurs í Riga 5 daga í ágúst.
Hulda

Sigga Lára sagði...

Ég fékk prógrammið í gegnum leikhópinn sem ég ætla að þykjast vera í á ferðum mínum til og frá hátíðinni. Ég skal alveg áframsenda þér það, ef þú lætur mér í t ímeiladressuna þína eða sendir mér meil í siggla04@gmail.com.

Ef Herra Formaður er ekki búinn að fá þetta í hausinn ætti hann nú kannske að spjalla við vini sína á skrifstofunni.

Nafnlaus sagði...

ég fæ netfangið þitt í hausinn, gjemeil kannast ekki við það???
H

Nafnlaus sagði...

Fyrri athugasemd ógildist hérmeð, tækninördinn í mér áttaði sig á vandanum :/
H