Freigátan er annars hin sprækasta, búin að kynnast hundi í næsta húsi og strák í því þarnæsta. Smábátur er kominn til okkar og verður fram á sunnudag. Eitthvað þykja honum tæknimál heimilisins bágborinn og ekki laust við að honum leiðist. Áðan ráðlagði ég honum þá bara að hjálpa mér við heimilisstörfin sem ég virðist aldrei sjá frammúr.
Hann hvarf.
Og ég er búin að komast að því að á Egilsstöðum gerist minnst af ritstjórninni á skrifstofunni. Ég er búin að vinna ritstjórnarvinnu í Húsasmiðjunni, yfir limgerðið heima hjá mér, og er að fara að ritstýra svolítið í morgunverðarboði í fyrramálið. Þarf síðan að skreppa í kaffi á nokkra staði í viðbót og þá er blaðið komið. (Fékk reyndar svoldið tilfelli í gær þegar ég fattaði að mig vantar um 14 blaðsíður af efni... pabbi sagði reyndar: Isss, það er nú ekkert... svo ég varð minna stressuð.)
Nú þarf ég bara að reyna að láta heimilið verða nokkurn veginn sjálfbært og svo ég geti farið að vera þessi útivinnandi kona sem ég ætlaði mér að vera, allavega hálfan daginn, í júlí. Þegar ég er ekki að ritstýra í bæjarlífinu vil ég síðan geta verið úti með mitt fólk. Það var nefnilega að bresta á með blíðu, bara rétt í þessu.
1 ummæli:
Til hamingju með tönnina!
Skrifa ummæli