4.12.08

Tölur

Hraðbátur fékk þessa fínu skoðun í morgun.

Lengd: 72 cm
Þyngd: 9,365

Engin eyrnabólga lengur og engin sprauta. Svo fórum við í sund. Sundkennarinn hafði orð á því að Hraðbáturinn væri greinilega búinn að jafna sig þegar hann var búinn að skvetta og öskra af hamingju allan tímann.

Móðurskipið er alltaf úrbrætt og geðvont á fimmtudagskvöldum eftir tvö smábarnasundnámskeið á innan við sólarhring. En til vill að sjónvarpið er ljómandi á fimmtudögum svo ég þarf bara að geðvonskast yfir auglýsingunum.

Glettingurinn minn kom út í dag.

Á morgun ætlum við Hraðbátur að versla í þrotabúinu af Next.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

O MY DOG... Magnús var einmitt 9,6 kg á föstudaginn fyrir viku. Þá rúmlega 15 mánaða. Þökkum Guði að hann erfði grannan vöxt mæðra sinna hahaha;)
Kveðja
Jódís

Nafnlaus sagði...

Ég hef líka tölur á hraðbergi þar sem ég fór í tvær fimm ára skoðanir í gær. Yngri stelpan er 120 cm og 22 kg en sú eldri 112 cm og 18 kg. Það munar auðvitað bara 25 mínútum á þeim en það er önnur saga.

Ég er ennþá að melta það að hjúkkan benti mér á að sú stærri væri aðeins of þung, sem var niðurstaða sem hún komst að án tillits til þess að hún er einmitt risastór. Á þessum ummælum hennar hef ég ýmsar skoðanir.

Hrafnhildur