En á leiðarenda biðu fundir mikilla fagnaða. Hún Svandís mín er komin heim! Átta árum eftir að ég sýndi það fyrirhyggjuleysi að fara að kynna hana fyrir einhverju fólki úti í Montpellier, algjörlega meðvitundarlaus um hvaða afleiðingar það gæti haft.
Sat þar lengi dax, sötraði kaffi, tafði fyrir húsmóðurinni og kjaftaði úr mér garnir og lifur um gamalt og nýtt. Jónatani brá fyrir. Þvílík heppni að hann skyldi reynast sá afbragðs- og indælismaður sem hann er. (En ég var nú bara ekkert búin að kynnast honum almennilega þegar ég skutlaði vinkonu minni, alsaklausri, í krumlurnar á honum. ;-)
Mikið óskaplega er nú skemmtilegt að fá þau til landsins. Ekki það að maður hitti fólk utan heimilis (og leikfélags) oftar en einu sinni eða tvisvar á ári þessi árin þá mun ég leggja mig fram um að rekast á þessi hjónaleysi. Kannski meira að segja alveg á þriggja til sex mánaða fresti!
4 ummæli:
Þannig að hún er semsagt á höfuðborgarsvæðinu? Gleðigleði, best að fara að gramsa í símanum og vita hvort ég á ekki númerið hennar einhvers staðar, svo þarf maður bara að finna einhvers staðar internet og færa henni :-P
Hún er reyndar komin með internet, held ég, en er á kafi að koma sér fyrir. (Í flohohottu, skíííítódýru íbúðinni sinni! Já, ég er með leigjendaöfund.)
Hvað er leigjendaöfund? Öfund híbýliseiganda út í þann sem leigir híbýli?
Já. Ný persónuleikaröskun í íslensku samfélagi.
Skrifa ummæli