Best að rapportera.
Kennsla hófst um níuleytið í kveld. Hér er verið að kenna fjögur námskeið. Sigrún kennir leikstjórn á færeysku, Ágústa kennir leiklist á ensku, Daninn (sem ég er ekki búin að læra hvað heitir en er ógurlega merkilegur og hefur unnið með mönnum sem ég hef lært um í bókmenntafræði) kennir leikmyndahönnun á dönsku og svo skemmtilega vill til að hann Eyfinnur talar líka íslensku svo Toggi kennir leikritun bara á því ylhýra. Fjöltunguskóli.
Nú sýnast mér allir nemendur ganga lausir og allt er að leysast upp í einhvern tóngjörning frammi í anddyri. Enda taldi ég eina 5 gítara koma í hús með fólkinu ásamt öllu mögulegu öðru til að spela á.
Ég er búin að fá herberisfélaga, lítinn leikstjórnarnema sem heitir Barbara og segist ekki snorka.
Og andi Benedikts hefur heldur betur komið yfir mig. Auðvitað ætti maður að vera að sósjalera, en nú skrifast bara og skrifast. Sérstaklega eftir að ég opnaði bjórinn. Þá lifnaði nú heldur yfir Gröndalnum í sjálfri mér og líklegast gerir hann mig að mesta félagsskít sem komið hefur í skóla þennan.
20.5.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vér höfum hlýtt á útvarpsþátt yðar með andagt og tilheyrandi lotningu og þótti býsna skemmtilegt og fróðlegt eins og allt það sem frá frændgarðinum kemur auðvitað!!! Biðjum fyrir bestu kveðjur til tengdafjölskyldunnar hvur býr á Austureynni (nánar tiltekið Ströndum ef að þú færð að fara eitthvað um) er afskaplega lítið fyrir að stíga á stokk svo að hún er væntanlega ekki í áhugaleikmannafélagi!!!
Bestu kveðjur Sesselja
Skrifa ummæli