Jájájájájájá.
Ég hef alveg gleymt að minnast á matinn hérna. Hann er hreinasta afbragð. Svo veitingar voru líka á kvöldvöku, fínasta snakk og ídýfur og svo bjórkassi og rauðvínsbelja, í boði hússins. MÁF veitir gríðarlega vel. Eitthvað þarf maður nú að fara að herða sig í drykkjunni ef maður ætlar ekki bara með bjórinn sinn aftur heim.
Í dag lét sólin aldeilis sjá sig. Ég labbaði aðeins í bæinn í hádeginu, og það var nú fujnt. Svo skrauf ég mig alla leið í gegnum Orrustuna, klauf persónur í herðar niður í hrönnum og þetta verður bara skemmtilegra með hverjum deginum. Setning dagsins: Mamma þín er frænka þín. Togginn er farinn að semja söngtexta.
Í kvöld er sýnishornakvöld á námskeiðum. Það verða lesnar einhverjar senur úr verkum okkar Eyfinns, svo fáum við að sjá hvað Ágústu, Sigrúnar og senógraffanámskeiðin hafa verið að bedrífa. (Ég er ekki enn farin að læra hvað Danskurinn heitir. En ég verð nú að fara að gera það. Hann hefur unnið með Odin Theatre og ISTA og er þar að auki skemmtilegur kall.)
Svo er ég búin að vera að gítara soldið. Orðin nokkuð flínk í Har du visor (sem mig er búið að langa að læra í ein 10 ár) en ætlaði síðan að kenna mér Sympatique með Pink Martini. Fann hljómana... og þetta reyndist einhver allt annar handleggur. Sem ég er ekki viss um að ég sé með.
Sýning á Ó þú aftur í kvöld. Vonandi gengur það eins og í lygasögu.
22.5.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gekk eins og í lygasögu (fyrir utan það að annar hanskinn minn hvarf fyrir sýningu og fannst ekki fyrr en eftir sýningu undir píanóinu hans Bjössa ... hmm...)
Gott að þú skemmtir þér vel.
Blogger segir að ég sé trulatus. Held það sé latína yfir heiðingja eins og mig.
Þetta var áberandi besta sýningin sem ég hef stjórnað. Stefni á að toppa á sunnudag og afhenda þér leikhóp í gríðarlega góðum gírum.
Ferðist þér vel heim.
Skrifa ummæli