27.4.05

Url

Það er bara urlað að gera í vinnunni og allsstaðar. Og ef maður fær svakalegar hugmyndir um að taka að sér að skipuleggja hluti þá ætti maður allavega að hafa vit á að muna það ekki daginn eftir. Er sem sagt að skipuleggja hluti með Hugleiki. Sökum eigin heimsku í ölæði.

Er að fara að bjóða litlu systinunum mínum í mat annað kvöld. Ljómi og sómi, um að gera að sýna þeim íbúðina mína áður en ég sel og flyt.

Fór í leikhús í gær. Það stóð alveg undir væntinum og gott betur. Gefur Jóðlífinu sem flutt var á bandalagsþingi á Höfn 2000 ekkert eftir.

Best að fara að skrifa Hullurum bréf og blása til einþáttunga.

8 ummæli:

Varríus sagði...

Svona á að skrifa leiklistargagnrýni! Morgunljóst þeim fyrir innvígða og hinir vaða í villu.

Nafnlaus sagði...

uuuuu... HVAÐA leikrit var þetta nákvæmlega sem þú fórst að sjá???
Bara svona fyrir okkur hin sem vöðum í villu og svíma, EN vitum þó ALLT um Jóðlífið á Hofn.

Sigga Lára sagði...

Bið ó-innvígða að sýna biðlund. Er enn að velta því fyrir mér hvort ég get/þori/nenni að setja fram nánari umfjöllun um málið.

Varríus sagði...

Hættu að velta!

Gettu!

Þorðu!

Nenntu!

Settu!

Sigga Lára sagði...

Wow! Herra Boðháttur bara mættur á svæðið!

Varríus sagði...

Mættu(r)!

Ásta sagði...

Svo er það við hin sem vitum hvaða leikrit þú fórst að sjá en langar núna að vita meira um Jóðlífið á Höfn...

Nafnlaus sagði...

Ó NEI þig langar ekki til að vita meira um Jóðlífið á Höfn!
Kv Huld.