við að vera að fara að halda leiklistarhátíðir er að raða.
Nú er ég með mjög sterka röðunarhneigð, svona stundum, og í morgun er ég búin að taka fullt af aðgöngumiðum, taka til réttan fjölda, setja í sérmerkt umslög fyrir hverja sýningu, og raða í tímaröð.
Eins og það væri ekki ágætis rað-fullnæging í sjálfu sér, tók ég síðan líka öll þátttakendaspjöldin, sem ég skemmti mér í síðustu viku við að plasta, og raðaði þeim í stafrófsröð, innan hvers leikfélags fyrir sig. Og byrjaði svo að raða verðandi upplýsingamiðstöð í þartilgerðan kassa. Nú finnst mér gaman.
Sko bara! Við sem erum ekki á skólanum sköpum sko barasta okkar eigin skemmtun og er bara allllveg sama þó við höfum ekki labbað upp að Nykurtjörn í gærkvöldi!
Það ernú það.
13.6.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Einmitt. Ef ég væri í skólanum gæti ég ekki skrönglast út í garð um leið og ég hef lokið við að skrifa þessi orð og legið þar og gert heimaverkefnin mín í sólinni þar til ég þarf að mæta í hljómfræði.
Auðvitað er það þetta sem átt er við með rað-fullnægingu!! Og ég sem hélt að þetta væri eitthvað eftirsóknarvert!! Pah!!
Nú hlæ ég bara hér eftir þegar þær fara að grobba sig í saumaklúbbnum mínum.
Kannski er það skortur minn á flokkunar og röðunarhneigð sem veldur því að mér finnst raðfullnæging ekkert sérlega eftirsóknarverð. Það skemmir alveg stemminguna að raða þeim eftir fjölda flugeldahvella.
Skrifa ummæli