Fyrst ég er byrjuð í pirrinu, og almenningur virðist vera búinn að ákveða að nú sé kominn tími heimskulegra spurninga og ætlar ekki að gefa mér meiri frið til að gera neitt fleira af viti í dag, þá er rétt að pirrast fleiru varðandi mína ágætu viðskiptavini.
Það kemur nefnilega fyrir að hingað inn villast ringluð ungmenni sem segjast vera með einhvern "hóp" og ætla setja upp leikþátt. "Bara eitthvað" segja þau gjarnan.
Við þessar upplýsingar umsnúast öll mín innyfli. Þetta hljómar alltaf eins og þessi "hópur" sem vill setja upp "eitthvað" hafi hvorki áhuga né hundsvit á því hvað leiklist er. Sérstaklega þeir sem halda að þeir geti skroppið í handritasafnið og fundið "bara eitthvað" á fimm mínútum fyrir lokun.
Jújú, vissulega veit ég um fullt af "einhverju skemmtilegu", en það er yfirleitt eftir fólk sem ég þekki og er vel við og vil síður vera að þröngva uppá fábjána, sem þessutan verða yfirleitt steinhissa þegar þeir frétta af fyrirbærinu "höfundarlaun".
Mér finnst "hópar" sem vilja gera "bara eitthvað" ættu að einbeita sér að einhverjum idjótískum "organized fun"-leikjum eða fara saman á golfnámskeið eða stofna saumaklúbb. Og hætta að bögga alvarlega þenkjandi leiklistarjöfra í vinnunni.
27.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mín bara pirruð ;)hehe...annars er ég sammála þessu með skipulagða-uppákomur! Mest óþolandi er þegar þetta er skipulagt þar sem maður á heima sbr."Ein með öllu"...óþolandi að þurfa nánast að flýja heimbæinn útaf utanaðkomandi skríl!!! Það á náttúrulega að halda svona hátíðir fjarri mannabyggðum, eins t.d Húnaveri og Vestmannaeyjum :)
Hafðu það gott dúll :)
Skrifa ummæli