28.7.05

Heilagir Fimmtudagar!

Þetta fimmtudaxkvöld og næstu tvö verða haldin hátíðleg á mínu heimili. Vegna sjónvarpsdagskrár. Þau þrjú kvöld sem samanstanda af Scrubs OG Desperate Housewifes, með Without a trace á milli, sem er alveg hægt að horfa á líka, þarf hreinlega að halda uppá með kertaljósum og klæðunum rauðum. Það er ekkert svakalega oft sem ég sé ástæðu til að hrósa ríkissjónvarpinu fyrir frábæra samsetningu, en þarna hittu þeir nú aldeilis naglann á höfuðið! Sem sagt, verð ekki til viðtals um neins konar félaxlíf á þessum tímum auk þess sem allir símar verða aftengdir á meðan á hátíðahöldum stendur.

Svo fann ég eitt blogg. Setti link á KGB. Held þetta sé hann Kristján Guy, en ég held uppá hann. Og ekki bara vegna þess að hann lítur út eins og Harry Potter, mér finnst hann líka snjall. Á blogginu hans sýnast mér vera nokkrir ágætis langhundar. Og eflaust margir fleiri eftir að koma ef drengurinn heldur sig við efnið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmmm... sem fyrrum bekkjarbróðir Kristjáns Guy (og almennur beturviti) þykist ég sjá að þessi KGB sé ekki hann. Þó ekki væri nema fyrir það að hann er þremur árum of ungur...

Sigga Lára sagði...

Hmmm. Skrítið. Mér fannst ég alveg þekkja stílinn, en ég er reyndar ekki búin að lesa mikið af þessu.

En, þessi KGB er sniðugur, engu að síður.