26.7.05

Hugleikur á ferð og flugi

Þá er Hugleikur farinn að pakka, enn eina ferðina, og mér skilst að á morgun fari hann, eða hrúgan úr Hamrinum, til Mónakó. Þar ætlar hann að vera við alþjóðlega leiklistarhátíð á vegum IATA/AITA hvar kenna mun ýmissa grasa, m.a. í formi 24 leiksýninga. Þær koma m.a. frá stöðum eins og Benín, Kamerún, Singapúr og víðar.

En þó það sökki auðvitað feitt að missa af þessu, þá öfunda ég liðið nú ótrúlega lítið miðað við aðstæður. Er nefnilega búin að þrauka eina leiklistarhátíð bláedrú í sumar. Og það verður bara að segjast:
Leiklistarhátíðir án tóbaks og áfengis sökka feitt!
Hef öðlast nýjan skilning á mýmörgum sem ég þekki sem hafa yfirgefið áhugamálið og hreyfinguna við það að gerast gúðtemplarar. It's not the same.

Þannig að Hugleikur má fara í friði (þó hann sé nú reyndar vanari að láta nokkuð ófriðlega á svona ferðum) í þetta skipti og óska ég honum heimsfrægðar. Er búin að leggja fast að mönnum að útvega sér heimboð til Afríku. Þá skal ég svo sannarlega reyna að vera í betra ástandi og fara með hvað sem það kostar.

Þess má geta að formaðurinn er að fara með, sem þýðir að varaformaðurinn fær að leika lausum hala og ætlar m.a. að gera allt vitlaust í fyrsta verkefni næsta leikárs og skrifa leikfléttur sem sem jarða m.a. allar fyrirætlanir formannsins um væm í handriti.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég treysti því að þú misnotir aðstöðu þína og grípir til fyrirbyggjandi aðgerða til að aftra væmi formanns, enda væri það illt ef hann kæmist upp með slíkt.

Ég veit ekki hvort ég á að viðurkenna það, en það var ekki fyrr en í gær, þegar ég komst að því að leikið verður í 'Grace Kelly leikhúsinu', að ég kveikti á því að Mónakó er ekki alveg það sama og Marokkó!

Hingað til hef ég sem sé (a.m.k. á einhverju plani) staðið í þeirri trú að Hugleikur væri einmitt á leið til Afríku.

(En ég treysti því að þú segir ekki nokkrum manni frá þessum huxunarlegu afglöpum...)