-„Ja, ekki þekktist nú svona eymingjaháttur í mínu ungdæmi,“ hnussar í konunni sem er kynslóð eða tveimur eldri en ég. Mig langar að spyrja hana hvort verkir í rassi og píkubeini hafi ekki bara verið leyndó á tímum tepruskaparins, en þori ekki. Enda ekki ráðrúm þar sem hún heldur strax áfram.
-„Þá var nú ekki verið að væla yfir verkjum hér eða þar, maður átti bara sín börn og það var ekkert með það. Aldrei þurfti ég að "hvíla mig" á meðan ég gekk með mín 5. Og enginn talaði um "grindarverki" eða svoleiðis húmbúkk!“
Konan sem er miklu eldri en ég hnussar og frussar. Og ætlar svo að strunsa burt.
En, hvað er að sjá göngulagið á manneskjunni? Hún kjagar öll og skjöktir, við tvær hækjur? Á leiðinni inn til sjúkraþjálfarans.
Ég huxa að sá hnussi best sem síðast hnussar. Og þegar ég stend á Slattaratindi um sjötugt, í stað þess að sitja á biðlista eftir mjaðmaaðgerð, þá skal ég sko hnussa þannig undir tekur í Færeyjunum öllum.
29.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli