26.8.05

Aliens?

Smábátur er kominn á kaf í félaxlífið. Hann er búinn að kynnast dreng sem á hund. Svo mikil var gleðin á heimilinu í gær, með þetta alltsaman, að ég var næstum búin að gleyma að fara í sónar.

Og talandi um það. Við Árni erum reyndar búin að vera að horfa á fyrstu þættina af X-Files undanfarið, en samt áttum við nú eiginlega ekki von á þessu:



The truth is in there!


(Fyrir þá sem ekki eru að fatta, þá er þetta sónarmynd af litlu geimverunni sem ég er að ganga með. Og, nei, við vitum ekki hvort það er stelpa eða strákur eða marsbúi. Það verður að vera einhver spenna í þessu.)

Og, allt reyndist vera á sínum stað, sagði konan. Ekki sáum við nú mikið vitrænt út úr þessu, samt. Barninu var einkar umhugað um að sýna ekki heilann á sér. Veit líklega að þar verða sko gerðar KRÖFUR. Og fæðingardagur er áætlaður þann 13. janúar. Gaman að því, ha? Gróa?

(Dagsetning þessi var pöntuð af einni móðursystur og einni föðursystur. Og ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að hún Gróa fö lesi mig.)

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er tippi eða píka?
Eitt eða tvö eða þrjú ???

Litla Skvís sagði...

Nei vá!!!!! En þið heppinn að fá svona geimveru! Mitt leit alltof mikið út fyrir að vera mennskt. :D

Spunkhildur sagði...

Þetta er fallegasta geimvera sem ég hef séð.

Sigga Lára sagði...

Eitt stykki, sáum ekki hvort, en ég held það sé með fálmara...

Ásta sagði...

Þetta er stelpugeimvera - með risastór heilabú og mér sýnist hún vera að æfa einræðu.

Siggadis sagði...

Mér finnst þetta vera hið fallegasta barn og er hlandviss um að það eigi eftir að vekja aðdáun og eftirtekt hvert sem það fer :-)

Nafnlaus sagði...

Ef John Hurt hefði sé þessa mynd hefði hann líklega endurtekið setninguna úr Space Balls: Oh no! Not again!

En stórkostleg er hún. Heldur dauðahaldi í tærnar á sér.

Nafnlaus sagði...

Oohhhh.... Mússí mússí mússí...
(tigerð tóm.. hef því miður alltaf verið skammarlega ónæm fyrir fegurð fóstra. Hef sjálf ekki borið nokkrar einustu tilfinningar í mínu annars stóra brjósti til barnanna minna fyrr en þau fæddust! Ég veit... ég á líflát skilið.. Enda dey ég á endanum...)

Sigga Lára sagði...

Já, mér þykja sónarmyndir yfirleitt hver annarri líkar. En þessi þótti mér skemmtilega geimveruleg.

En ég er nokk sammála frú Ringsted. Held hann/hún/það verði fyrir mér ekki almennilega fólk fyrr en eftir fæðingu.

Varð allavega ekki fyrir neinum sérstökum hughrifum við sónar eða við að fara að finna hreyfingar.

Sverrir Friðriksson sagði...

Þetta er upprennandi leikari, hvort sem um stelpu eða strák er að ræða. Í framtíðinni, þegar fólk fer að tala um að hafa séð viðkomandi snemma á ferlinum, þá segi ég „hah, það er ekki neitt, ég sá hann/hana í geimverugerfi þegar hann/hún var enn í móðurkviði!“