að einhvern tíma myndi koma sér vel að búa á svona nördlegu bókasafni. Þegar maður þarf að finna sér hluta úr einhverri fræðilegri grein til að greina í hverri viku (eins og í Ristjórn og fræðileg skrif) þá er nú skemmtilegt að eiga fleiri hillumetra af allskonar fræðum um allan andsk. til að velja úr. Ég hef ekki enn þurft að grípa til bókmenntafræði. Verst að svo dettur maður niður í þessar greinar og eyðir allt of löngum tíma í að lesa eitthvað allskonar annað en það sem maður á að vera að lesa. (Menn spyrja sig e.t.v. hví ég noti þá ekki bara það sem ég á að vera að lesa? Er búin að því einu sinni... en hitt er bara eitthvað svo freistandi, þegar maður rekur augun í eitthvað meira spennandi í hillunum og hrúgunum. Og svo má líka alveg kannski segja að ég sé nú alveg í aðstöðu til að geta alveg teygt mig í mjög góða ástæðu til að lesa um, til dæmis, þroskasálfræði.)
En nóg um fræðið. (Nema það er alltaf jafnskemmtilegt og ég er næstum búin að læra fyrir morgundaginn. Ætla reyndar að gera aðeins meira...)
Við Freigáta löbbuðum á leikskólann í dag, þar sem Rannsóknarskip fékk að vera á bílnum. Og fær að sækja hana af því að ég er að fara í skólann seinnipartinn. Ég hef huxað mér að hjóla í skólann. Ljóti grindverkurinn sem kom í heimsókn virðist ætla að láta undan síga eftir árangursríkar ferðir í rækt og sund í gær. Svo það borgar sig að halda áfram í allrahanda þjálfuninni, þá helst ég kannski nokkurn veginn á löppunum bara jafnvel fram undir jól.
Nú myndi ég reyna að grynnka eitthvað á heimilisstarfahrúgunni og skoða kannski eitthvað leikrit... ef ég væri ekki með algjörlega klikkaða og lahahanga þýðingu sem ég hef ekki hugljómun um hvernig ég á að klára fyrir föstudag.
Svo líklega er best að byrja á því eitthvað.
Mæli með bloggi Huggu syss í dag, ef menn vilja lesa eitthvað skemmtilegra. Mjög skemmtileg umfjöllun um blóðþrýsing.
Og faðir vor átti afmæli í gær. Ég gleymdi því ekki, nema rétt á meðan ég bloggaði.
Hann varð sextíuogeins. Og hann er í mastersnámi. Gott að vita að maður verður aldrei of gamall í svoleiðis.
18.9.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli