16.9.07
Padda!
Í morgun fann ég einhvern ógeðsmaur á eldhúsgólfinu. Var það haft til marks um að það væri talsvert löngu tímabært að gera almenn gólfþrif á heimilinu. Og var að gjört í dag. Eftir það átak vorum við Rannsóknarskip svo ánægð með sjálf okkur að við fórum með Freigátuna í lannnga gönguferð í kringum tjörnina og í kirkjugarðinn við Suðugurgötu. Þar fór fram mikil barátta við Freigátuna sem vildi meina að reyniberin sem lágu úti um allt væri rifsber og vildi fá að éta þau. Annars var óstjórnlega fagurt í kirkjugarðinum og við vorum auðvitað ekki með myndavélina. Hins vegar voru nýjar myndir trixaðar inn í tölvuna, og hér eru nokkur sýnishorn.
Lox hefur verið komist að niðurstöðu um afmælishátíð Smábáts sem hefur frestast úr hófi sökum sumars og veikinda. (Hann á sko afmæli á Jónsmessu.) Þannig að, á föstudag verður 18 11 ára piltum boðið til pítsuáts í húsnæði voru. (Í bekknum eru nú þrjátíu manns, svo stúlkur verða af veislunni í þetta sinn.) Hvernig það nú rúmast hefi ég ekki einn grun. En ljósi punkturinn við alltsaman er að þessum yfirvofandi viðburði verður lokið á föstudaxkvöld og munu allir heimilismenn anda léttar.
Á morgun þarf ég hins vegar að grípa réttum höndum ó öll rassgötin á mér, koma mér í ræktina, læra fullt og fara í bumbusund. Herra grindverkur er kominn í heimsókn, en ég vil helst að hann fari aftur, allavega einu sinni enn. Þannig að, eftir að við Freigáta eigum okkar dramatísku stund í leixkólanum í fyrramálið, mun ég leggja leið mína í þrekhúsið, lyfta, sprikla og teygja alveg fullt. Svo þarf ég að gera tvö verkefni. Eitt gáfulegt og annað bjánalegt. En miðvikudagurinn nálgast óðfluga, svo það er betra að fara að drífa í heimavinnu vikunnar. Já, og svo er leikstjórnarnámskeið annað kvöld! það er rosa gaman á því.
Það er að byrja frönsk mynd í sjónvarpinu. Ég verð að fara að klára þetta og forða mér í rúmið. Hrjót.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli