3.9.07

Sóttkví

Húsbóndinn var sendur heim úr skólanum með þau skilaboð frá skólahjúkkunni að það væru að ganga streptókokkar í leixkólum og pantaður hefur verið tími hjá lækni fyrir 3/4 af fjölskyldunni síðdegis. Smábátur hefur vit á að halda sig sem mest utan sóttkvíar, enda hefur það sennilega orðið honum til bjargar. Við hin höngum bara hér í hrúgu. Við Freigáta enn með hita og hömumst við að hósta upp viðbjæði og Rannsóknarskip er á hraðri niðurleið.

Alllmáttugur má vita hvenær einhver kemst aftur í skólann sinn. Svo ekki sé nú minnst á bumbusund! Og almenningur ætti að forðast heimilið með öllum ráðum í bili.

Vona bara að við fáum pillur og fullt af þeim svo allir spretti upp eins og stálfjaðrir í síðasta lagi í vikulokin.

ps: Læknirinn fann engan streptókokk. Sagði fjölskylduna vera með vírus. Semsagt, engar galdrapillur. Allir eiga að passa sig að borða hvorki né drekka neitt kalt (og Móðurskipið skammast sín, er búin að vera að drekka soldið ísvatn) Rannsóknarskip má éta íbúfen eins og hann getur í sig troðið. Móðurskipið má það ekki. Freigátan má halda áfram að fá stíla á nóttunni. Sem hún verður nú ekki sérlega hamingjusöm að heyra. Svo var farið í apótek og keyptar birgðir af hálstöflum, hóstasaft og allskyns. Móðurskipið fór líka, illa lyktandi með hor, í Nóatún og raxt þar nottla ekki á neitt nema frægt fólk, Þjóðleikhússtjóra, Pál Óskar og mar veit ekki hvað né hvað.
Vér segjum farir vorar ósléttar.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ og oj. Vona að ykkur batni öllum fljótt og vel. Þetta er örugglega ekki mín veiki, hún var ekki svona herská.

Nafnlaus sagði...

Ógeð. Ég er fegin að vera svona laaaaangt frá ykkur öllum. Þú skrifar margar færslur í röð um barnaælu, hor, snýtingar, hitakommur og stíla. Þú hefur breyst í......MIG!
Blogger finnst það vera Wirjr

Sigga Lára sagði...

Jább. Um þetta snýst nú bara lífið, þessa dagana. Vonandi ekki mjög mikið lengur. Svo ég geti haldið áfram að skrifa um óléttur.

Elísabet Katrín sagði...

Usss, maður verður nú bara veikur af því að lesa þessi óskup! Þið egið alla mína samúð í þessum barningi...en munið bara að öll kvef sjúgast upp í nef um síðir :) kv.E

Siggadis sagði...

Fuss og foij... Vonandi náið þið ykkur sem fyrst... það er ógeð að vera með ógeð... :-/