16.10.07

Þar fór það

Síðustu lágstrengjuðu gallabuxurnar með nokkurn veginn eðlilegu sniði passa ekki lengur. (Lesist, ná ekki lengur uppfyrir hinn hraðstækkandi rass.) Til þjónustu hafa verið kallaðar hinar franskættuðu Óléttubuxur sem eru sérhannaðar fyrir bumbur og ólétturassa. Og áttu ekki að þurfa að brúkast fyrr en á næsta ári.

Andskotinn.

Ennfremur er Duggan óðum að vaxa mér upp í rifbein. Það er frekar óþægilegt, en gerir það þó að verkum að maður byrjar ósjálfrátt að rétta úr kryppunni.

Farin í Kringluna, í feitustu buxunum, að leita að enn feitari buxum.

Engin ummæli: