17.10.07

Morgunn

Freigátan ákvað nú samt að vera hitalaus og alveg spriklandi spræk í morgun. Fékk að fara á leikskólann þrátt fyrir örlítið hor. Með nýja kuldagallann og veitir örugglega ekki af. Það var líka eins gott þar sem Rannsóknarskip er óttalegt grey í dag og veitir ekki af að hvíla sig. Hann varð strax aftur veikur þegar sýklalyfjum sleppti, en í gær hitti hann bara vonda lækninn sem segir bara að maður sé með vírus og vill aldrei gera neitt fyrir mann. Rannsóknarskip á pantaðan tíma hjá góða lækninum með pillurnar á föstudag. Og flensusprautu í næstu viku!

Er í gagn og gamanlegum tíma í rannsóknarverkefninu og það er allt að mjakast.
En mikið svakalega þarf ég að eyða eins og einum degi í bókhlöðunni eða einhversstaðar við að grafa upp allskyns um Moliere og Baudelaire. Og Menandros.

Svo er ég að fara að taka viðtöl í útvarpsþáttinn minn, og finnst það mjög stressandi. Aðallega vegna þess að við erum búin að læra svo mikið um vondar spurningar og lélega viðtalstækni að nú finnast mér allar spurningar sem mér hafa nokkurn tíma dottið í hug að spyrja neinn, asnalegar.

Á er að bresta hreiðurgerðarkast. Nú langar mig að láta smíða hillur á ganginn. Svo langar mig líka í ruggustól. En hann þarf að vera voða lítill og komast fyrir í horninu á svefnherberginu. Og mig langar að breyta í svefnherberginu. Og skrifstofunni. Og á baðinu. Sem þarf reyndar að gerast fyrir Duggu, en ég má eiginlega ekki vera að fyrr en í desember, kannski. Gæti reyndar kannski farið og látið ráðleggja mér og jafnvel gera verðtilboð í þessar fínu hillur sem ég teiknaði um daginn.

Svo er millibilsástand. Venjulegu fötin eru of lítil. Óléttufötin eru ennþá of stór. Svo nú er ég bara með buxurnar í skopparastíl og eins og ég hafi bara klætt mig í poka í morgun.

Gotti kennari er einstaklega fyndinn á undirtexta.

Mér finnst ég sniðugt af mér að taka viðtölin uppi á Bandalagi.
Mmmmm. Bandalaxkaffi.

Engin ummæli: