Í morgun gerðist hið langþráða. Freigátan stökk í fangið á næsta starfsmanni þegar við komum inn í leikskólann, kyssti Móðurskipið bless og vinkaði, eins og ekkert væri. Móðurhjartað var næstum sprungið úr stolti og feita Móðurskipið var furðu léttstígt á leiðinni yfir í Þrekhús þar sem var lyft og teygt með öllum vöðvunum í félaxskap Bubba Morthens og Jóns Ólafs.
(Sem er reyndar hálflygi. Þeir voru að mæta um leið og ég, stóðu í anddyrinu og spjölluðu Hástöfum. Og stóðu þar enn og voru með hávaða þegar ég fór. Ég eiginlega skil ekki af hverju þeir voru ekki bara á kaffihúsi. Kannski hefur verið búið að henda þeim út vegna hávaða.)
Allavega, þessi móralski stórsigur Freigátunnar varð mér svo gríðarlegur innblástur að ég er búin að koma gífurlega miklu í verk í morgun. Eiginlega bara meiru en var á planinu. Svo ég er ríflega á áætlun með vinnuplan verkefnavikunnar, þó ég hafi farið í ræktina. Svo er sundið á eftir og vonandi fer beinagrindin í mér eitthvað að skríða saman uppúr því.
Í millitíðinni ætla ég að halda áfram að vera dugleg.
Bezt að drífa í innkaupunum fyrir vikuna.
15.10.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli