18.10.07

Grey

Freigátan var með bullandi hita í nótt og morgun svo ég endurskiplulagði læriplan daxinx á næstu daga í staðinn og bjó mig undir mikil kósíheit. Enda erum við búna að eyða morgninum mest í að kúra og syngja og lesa. Nú er hun farin að leggja sig... ég gæti svosem farið að læra... en er meira að huxa um að fylgja bara fordæminu.

Rannsóknarksip lufsaðist í skólann, hundslappur og hóstandi.

Ég skipulagði yfir mig og komst að því að eftir verkefnin sem ég á að skila í næstu viku er ekkert endilega svo geðveikislega mikið eftir af verkefnum á önninni. (Jújú, einhverjar ritgerðir og eitthvað, en það er nú ennþá bara október.)
Hef aldrei áður haft svona geðveikt mikla yfirsýn í námi.

Engin ummæli: