16.10.07

Það finnast ekki feitari buxur

en ég fann efripart sem ég get pollróleg orðið 200 kíló í. Af barneignum eða öðru. Ég held nefnilega að ég sé endanlega búin að jafna mig á nammiógeðinu sem ég fékk á fyrstu mánuðum meðgöngu. Allavega er ég núna farin að huxa, í nammileysinu, hvað ætli myndi gerast ef maður setti til dæmis síróp og súkkulaðisósu út á banana?
En vonandi fer þessi hugmynd aldrei af hugmyndastiginu neins staðar.

Ég held það þurfi að senda hann Vilhjálm í altzheimergreiningu. Maðurinn mann ekki neitt.
Og mér finnst Bingi vera með gleraugu. Þó hann sé það ekki.

Freigátan er komin með hita. Mér til happs er Rannsóknarskip líka slappur og er meir en til í að vera heima með veikt barn, ef því verður að skipta á morgun. Sem er eins gott. Á morgun er nefnilega fyrsti dagurinn sem ég var búin að skipuleggja í allskonar verk utan heimilis. Raðviðtöl við illínáanlega menn fundafjöld og hvur veit hvað.

Og hvað þarf eiginlega að gerast á þessu landi til að það sé eitthvað alminilegt í sjónvarpinu á þriðjudögum?
Ég held helst að það hafi ekki gerst síðan Derrikk var og hét.

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Nákvæmlega, hvað er eiginlega í gangi með þriðjudagskvöld? Einmitt kvöldin sem kallinn minn er aldrei heima. Ég þyrfti bara að koma á spilakvöldum heima hjá mér á þriðjudagskvöldum.